Maðurinn sem mæður ykkar mæla með
2024
Maðurinn sem mæður ykkar mæla með var tekin upp á haustmánuðum 2024. Innihaldið er fjölbreitt, smá samfélagsádeila smá sannleikur og smá lygar
Flóki Árnasson - Trommur, Hljóðblöndun, Mastering
Áróra Eyberg Valdimarsdóttir - Bakraddir
Kristján Kristmannsson - Saxafón, hljóðgerfvlar
---- 1 Spilakassar ----
Velkomin í minn veruleika
Sumir kalla mig aumingja
En þetta er ekki mér að kenna
Gjörsovel hér er happaþrenna
Voða gott að vera í spilakassa
Mjög svo kósy og háspenna
Þessi er heitur hann fer að gefa
Fæ stundum voða fína vinninga
Ljósin blikka og allt er á fleygiferð
Kanski tapa ég öllu og fer blankur heim
Kanski fæ ég stóra vinninginn
Búin að gleyma að konan á afmæli
Var að tapa húsaleigunni
Ætla að vinna það tilbaka með smáláni
Það er farið að herða í snörunni
Voða gott að vera í spilakassa
Mjög svo kósy og háspenna
Þessi er heitur hann fer að gefa
Fæ stundum voða fína vinninga
Þetta er bull þvæla og vitleysa
Rauði krosinn og háskólinn skammist ykkar
---- 2 Sjómaðurinn ----
Alls ekki sóðalegur
Aðeins pirraður
Klæðist flaueli
Er oft á Esjunni
Hann er maðurinn sem mæður ykkar mæla með
Hann á flottan bíl, stórt hús og verð bréf
Hann er maðurinn sem mæður ykkar mæla með
Þið viljið sjómanninn, hann er draumurinn
Hugar að heilsunni
Loðin á bringunni
Er mikið upptekin
Um eigin hagsmunni
---- 3 Næturprinsinn ----
Kæru mæður
Þetta er góður maður
Alltaf til í eitthvað
meira en daður
Sumir halda
Að hann sé Íri
Aðeins rakadrægur
Og sjaldan við stýri
Þessi maður
Hann er næturprinsinn
Giftir menn - hann öfunda heitt
Nætur Prinsinn - á leið númer eitt
Hann Fer rakleitt
í dýpsta hylinn
Glittir í markið
Hún er nýskilinn
Hann er hnakkreistur
og vel til fara
með eina á króknum
og aðra til vara
Hans bíður
Kjötfarsinn
Giftir menn - hann öfunda heitt
Nætur Prinsinn - á leið númer eitt
---- 4 Því miður ----
Þú ert í slönguspili á stiga
Kastar teningum án hliða
Þú finnur ekki leiðina heim
Þú ert marin og með brotin bein
því miður
Þú ert litblindur í Lúdó
Spjaldalaus í Bingó
Finnur ekki leiðina heim
Þú ert marin og með brotin bein
Þú ert í martröð allra martraða
Þú ert með alvarlega andlega áverka
og þú finnur ekki leiðina heim
Þú ert orðin einn af þeim
Því miður
---- 5 Vandræði í Varmahlið ----
Þú veist þú ert í verulegum vandræðum
Bankinn tómur af gildum og góðum ástæðum
Með fullan poka af meiriháttar heilræðum
En tekst mjög illa að halda uppi samræðum
Það eru vandræði í varmahlíð
Góð ráð eru alltof dýr
Þú veist þú ert í verulegum vandræðum
Þegar öll horn eru full af fullum unglingum
Þig klæjar í nef og háls og líka hársverðinum
Það birtist skyndilega slatti af lögreglum
Það eru vandræði í varmahlíð
Góð ráð eru ofboðslega dýr
---- 6 Sægreifinn ----
Siðblindur sægreifinn frá Sandgerði
Seldi sál sína hjá Sýslumanni
Hún reyndist vera nánast einskins virði
Sægreifinn er siðblindur
Sýslumaðurinn vanhæfur
Sár og ringlaður er öryrkinn
Mun aldrei ná sér eftir mistökinn
Hann situr og hlær ennþá arðræninginn
Sægreifinn er siðblindur
Sýslumaðurinn vanhæfur
---- 7 Kvartanir ----
Í öll þessi ár
Hef ég stritað í sárum og salti
Öll þessi ár
Á þessum dalli
Fljótandi í þara og slori
Það er ekkert betra í boði
Það er engin tími til
Að væla og kvarta yfir því
Í öll þessi ár
Hef ég titrað og grátið í svefni
ég hef ekki efni
Á nýjum skóm
Þetta er öðrum að kenna
Það er allt saman búið að brenna
---- 8 Á sama stað ----
Ég ert komin inn
inn í almúgann
Sé ekki tilganginn
hann er stungin af
Alveg sama hvað
Ég reyni að
elta hann
Enda á sama stað
Á sama stað
Allveg sama hvað
Hringsóla á sama stað
Ég reyni aðra leið
hún er létt og breið
Og Sólin skín
En óveðurský (hrannast upp)
Þetta er smotterí (Ég heyri þrumugní)
Fer að valhoppa
En enda fljótlega
Í eigin hringvöðva
Á sama stað
Allveg sama hvað
Hringsóla á sama stað
Blautur Grautur
2023
Blautur Grautur hefur verið að malla í pottunum frá því síðla sumars 2022. Innihald grautsins er regnbogi, draugur og feimni meðal annara. Áhrif grautsins eru misjöfn en smá seiðingur í helstu inneflum eru algeng.
Flóki Árnasson - Trommur, Hljóðblöndun, Mastering
Björn Viktorsson - Mastering fyrir vínil
Emilía Þórunn Egilsdóttir - Bakraddir
Þórdís Grímarsdóttir - Bakraddir
---- 1 Velkomin Heim ----
Velkominn heim, velkominn heim
Þú passar vel inn, passar vel inn
Má bjóða þér eitthvað - ómótstæðilegt
Það er ekkert að óttast - allt er eðlilegt
Velkominn heim, velkominn heim
Hér er farangurinn, Þú mátt eiga afganginn
Velkominn heim, velkominn heim
Hér er farangurinn, Þú mátt eiga afganginn
Má bjóða þér eitthvað - ómótstæðilegt
Það er ekkert að óttast - allt er eðlilegt
Má bjóða þér eitthvað ósýnilegt
Það er ekkert að óttast - það endar allt vel
---- 2 Regnboginn ----
Sólskinið
Kitlar öll mín innefli
Geislarnir
Hita mínar hugmyndir
Nú kemur regnið úr skýjum sem sveima hátt
Regnið og sólin í regnboga ná sátt
Regnboginn
Laðar fram brosið
Fullkominn
Í mynda bakgrunninn
---- 3 Líður ----
Ég er bara engu nær
Hvað er ég að gera hér
Hvað er mitt hlutverk
Ég er alltaf með hausverk
Þarf að mæta í vinnuna
Horfi mikið á klukkuna
Og horfi mikið á símann
Þarf að fá mér nýjann
Og svo líða dagarnir
Og svo líða vikurnar
Og svo líða mánuðir
Og svo líða árin
Ennþá grunlaus um tilganginn
Ennþá að læra mannganginn
Horfi mikið á sjónvarp
Ætti að leggja fram frumvarp
Og svo líður sumarið
Og svo líður haustið
Og svo líður veturinn
Og svo líður vorið
Þetta er að líða alltof hratt
Þarf að fá mér sprota og pípuhatt
Ég þarf lán fyrir húsbíl
Ég ætla að breyta um lífsstíl
Og svo líða dagarnir
Og svo líða vikurnar
Og svo líða mánuðir
Og svo líða árin
Og svo líða áratugir
Og svo líða aldirnar
Og svo líða árþúsundir
Og svo líður eilífðin
---- 4 Alveg sama ----
Tár bros og takkaskór
Þú verður aumingi ef þú verður stór
Brauðendar í nestinu
Með tyggjóklessu í hárinu
Þú ert allt of mjór
Mér er alveg sama, allveg sama
Þú ert orðin stór
Mér er alveg sama, alveg sama
Þú ert frekar sljór
Mér er allveg sama, alveg sama
Þú ert í krummaskó
Mér er alveg sama, alveg sama
Með útbrot á hendinni
Þetta er örugglega alnæmi
BMX hjól og túttubyssur
Með klámblöð í sundkennslu
Mér er alveg sama, alveg sama, alveg sama
---- 5 Feiminn ----
Hæ þú ert smá sæt
Viltu ekki koma nær
Hún var öðruvísi í gær
Ég lofa að vera næs
Heiii vertu ekki svona feiminn
Heiiiii ég skal sýna þér allan heiminn
Hæ þú ert smá sæt
Rétt Rúmlega ágæt
Þessi í gær hún bara grét
Ég man ekki hvað hún hét
Heiii vertu ekki svona feiminn
Heiiiii ég skal sýna þér allan heiminn
Ég vona að þú sért svolítið gleyminn
---- 6 Aldrei aftur ----
Minningar Sækja á mig
Þú ert í aðalhlutverki
Þú lékst þér hratt, elskaðir hægt
Þér var ekkert ó eðlislægt
Ég sakna þín á hverjum degi
Ég sé þig aldrei aftur
Allavega ekki í þessum heim
En það verður staður og stund handa okkur tveim
Minningar Súrsætar
Þær eru flögrandi alstaðar
Þú lifðir hratt, elskaðir hægt
Ég sakna þín annanhvern dag
---- 7 Draugurinn ----
Þegar þú
Lokar augunum
Í hinsta sinn
Á miðjum veginum
Nú ert þú einn af draugunum
Þú kemur fyrir annað slagið
Fegurri en nokkurn tíman fyrr
Þú ferð á mis við mjúkt famlagið
Þegar að þú lokaðir þessum dyr
---- 8 Blautur grautur ----
Allt var i steik
Nu er eg komin a kreik
Á nýjan leik
Viltu koma i sleik
Mér er ei sama hvernig fór
Það var svoldið blautt og mikill snjór
Mikil mildi að engin dó
Allt var afleitt
Gat varla neitt
Svo gerðist eitthvað
Viðhorf gjörbreytt
Hættulegir menn
2022
Nicolas Liebing - Hljóðblöndun, upptökur
Flóki Árnasson - Upptökur, trommur, hljóðblöndun á Eitthvað að og Sævangur
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir aka BiBi - Bakraddir
Guðríður Lára Þrastardóttir - Bakraddir
Þórdís Grímarsdóttir - Bakraddir
Lilja Margrét Ómarsdóttir - Bakraddir
---- 1 Alein ----
Ef þú ert sein
Verðuru ein alein alein
Ertu ekki hrein
Verðuru ein alein alein
Þú verður ein alein
Án þín er ég svo fá og týnd og meir og leið, alein
Stök grein
Alein alein
Rifbein
Alein alein alein
Án þín er ég svo fá og týnd og meir og leið, alein
---- 2 Efasemd ----
Röltum niður å strönd
Höldumst hönd i hönd
Þú veist ég vil þér vel
En aldan hún er köld
Þú ert mín efasemd
Það er ad koma kvöld
Ég gef frá mér öll mín völd
Nú er komin nótt
Þetta líður alltof of fljótt
Þú ert mín efasemd
---- 3 Eitthvað að ----
Það eru myndavélar allstaðar
Ekki hægt að gera skandala
Það trendar samfélagsmiðlana
Þau standa vörðinn með heygafla
Þau hafa undirbúið feitina
Nú skal viðkomandi djústeikja
Kanski er eitt og annað að
Kanski er eitt og annað að eða hvað
Nú er hann beintengdur við alnetið
Fær upplýsingar beint úr rassgati
Er líka í sambandi við almættið
En gleymir staðreyndum um málefnið
Kanski er eitt og annað að eða hvað
Þad eru yfir full holræsi
Af skoðunum frå hálvitum
Megi þeir brenna i helvíti
---- 4 Hættulegir menn ----
Það eru menn
Sem vilja vera memm
Þessir menn
Þeir eru á A Hansen
Þetta eru hættulegir menn
Hættu hættu hættu hættulegir menn
Þessir menn á sveimi
Mætti halda úr öðrum heimi
Þessa menn
Þá ber að varast
Þetta eru hættulegir menn
Hættu hættu hættu hættulegir menn
Þetta eru hættulegir menn
Mjög hættulegir menn
---- 5 Þreytt ----
Þú ert vinsæl og vansæl
Ert með beittar gerviklær
Ert tilbúin í bón
Með gamlan kynsjúkdóm
Það er ekkert nógu gott
Það er aldrei nógu heitt
Það er ekkert sem er breytt
Þetta er dapurt yfirleitt
Það er ekkert nógu flott
Það er aldrei nógu bjart
Þetta er aldrei nógu smart
Þetta er orðið frekar þreytt
Þú ert vansæl og vinsæl
Ert með sár sem ekki grær
Svara manni um hæl
Ert samt engu nær
---- 6 Koss ----
Komdu og gefðu mömmu koss
Komdu nær mér vinur minn
Komdu með þinn tungufoss
komdu með öll auðæfin
kom inn , kom inn
Þetta verður alltíæ
Þetta verður ekki vont
Komdu og gefðu mömmu koss
---- 7 Magi á maga ----
Magi á maga Augu í auga
Ég narta í eyra
Og segi þér - allt sem þú villt heyra
Og ég elska þig svo heitt
Þó þú segir ekki neitt
Þó þú segir ekki neitt
Og ég elska þig svo heitt
Þó þú segir ekki neitt
---- 8 Sævangur ----
Á Sævangi er partýstand
Keðjureikur og landabland
Her er åfengi
Engin vandrædi
Það eru Samfarir
Á Sævangi
Engir farsímar
Bara símboðar
Samkvæmi á sævangi
Vandræði á sævangi
Lægð yfir landinu
2018
Nicolas Liebing - Hljóðblöndun, upptökur
Flóki Árnasson - Upptökur, trommur
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir aka BiBi - Söngur
Helgi Egilsson - Bassi
---- 1 Ungfrú Desember ----
Komdu inn í litla kofann minn
Ég lofa að vera nærgætinn
Er búin að plægja akurinn
Vertu ljúf og komdu með mér inn
Þú ert mjúk
Og yndisleg
Ilmar vel
Nýkomin úr perluskel
Arineldur
Kampavín
Kertaljós
Cereos
Ástarfeldur
Kavíar
Rauðar rósir
Alstaðar
Þú ert mjúk
Og yndisleg
Ilmar vel
Nýkomin úr perluskel
---- 2 Andvaka ----
Andvaka í kjallara
Í fjötrum allskonar isma
Hugurinn er andvana
Undanfari hamfara
Í spariföt um helgar
Veit ekki hvernig endar
Allavega ekki vel
Allavega ekki vel
Faðmar gamlan góðan vin
Hringlaga úr postulín
Vaknar einhver morguninn
Vill aftur inn í leggöngin
Í spariföt um helgar
Veit ekki hvernig endar
Allavega ekki vel - Allar brýrnar eru brendar
Allavega ekki vel- Allar brýrnar eru brendar
Árans er nú óheppnin
og vel útfærðu samsærin
Vantar allan skilkninginn
Hvenær opnar Keisarinn
---- 3 Versnar ----
Aldraðir afgangar
Miðinn minn
Hann er útrunninn
Fæ ekki far
Það er vont og versnar
Aðstæður
Vonlausar
Sá reikninginn
Hann er gjaldfallinn
Andskotar
Það er vont og versnar
Aðgerðin
Misheppin
Góði hirðirinn
Hann er upptekin
Aumingjar
Það er vont og versnar
---- 4 Ó Þú ----
Ó þú
Ert sú
Sem mig dreymir um
Ó þú
Ert fegurst allra í heiminum
Ó þú
Ég er með þig á heilanum
Mín trú
Er að þú verðir mín að eilífu
Ó þú
með mér niður í dýflissu
Við þrjú
Saman ein í faðmlögum
---- 5 Ást við fyrstu tálsýn ----
Þú ert nýkliptur í nýlegum skóm
Er aðeins eldri en ég
Þessi tilfinning er þægileg
Horfi óljóst í átt til þín
Við nálguðumst varlega
úr skugganum í hábirtuna
þetta er óþægileg nærvera
ég læt mig hverfa út í nóttina
Ást við fyrstu tálsýn
Ást við fjarlægða ásýnd
---- 6 Ástralía ----
Það er vor og vindar úti
Alltaf sami skítakuldi
Það er von á betri tíð
En nú er úti hryllings hríð
Bæbæbæ
Flytjum til Ástralíu
Bæbæbæ
Það er lægð yfir landinu
Og það er þoka yfir andlitinu
Blautir skór og blautir sokkar
Suðvestan 12 með úrkomu
Bæbæbæ
Flytjum til Ástralíu
Bæbæbæ
Greatest Hits
2017
Flóki Árnasson - Trommur, Hljóðblöndun, Mastering
Áróra Eyberg Valdimarsdóttir - Bakraddir
Kristján Kristmannsson - Saxafón, hljóðgerfvlar
---- 1 ----
Yfir áhrifum
2017
Nicolas Liebing - Hljóðblöndun, upptökur
Flóki Árnasson - Upptökur, trommur
Svein Arne Ackenhausen - Trommur
Vigdís Jónsdóttir - Harmonikka
Brynhildur aka (Bryn C) - Söngur
Helgi Egilsson - Bassi
---- 1 Silki ----
Fer i trúarsöfnuðinn
Andinn kyssir mig å kinn
Fer med öll bodordin
...nema eitt
Bjallan hringir, eg bíð þér inn
Bind silki yfir augnlokin
Eitthvad skrýtið kitlar nefbroddinn
á golfid falla nærfötin
---- 2 Meira ----
Gef mér kleinuhring med kaviar
Púðursykur og rjóma
Freistingarnar allstaðar
Og þarfakórinn ómar
Gef mer kókómmjólk og camel light
Og samloku fra Sóma
Freistingarnar allstaðar
Og þarfakórinn ómar
Gef mér meira
Eg þarf meira
Meira i dag enn i gær
Gef mer meira
Ég þarf meira
Ég fæ aldrei nóg
---- 3 Merida ----
Addi Jons og Renatta
Blanda saman kokteila
I sólsetri i Merida
Rölta nidur ströndina
Alltaf eru samferða
Í hóp með flokk flamingóa
Sleikja saman solina
Snæða saman tortilla
á toppi Piramidana
Þarna liggur iguana
Stjörf å milli steinana
I störukeppni vid Adda
Merida hjá Adda
Merida Renatta
Merida hjá Adda
Merida Renatta
---- 4 Við tvö ----
Við erum samtaka
Við erum andvaka
Á milli heimana
Vid tvö
Siglum inni sólina
Vid tvö
Sjáum saman dýrðina
Vid tvö
Finnum saman glóðina
Vid tvö
Förum fram á brúnina
Þarna er skjaldbaka
Á milli skipsflaka
Å meðal hákarla
Vid sjáum kolkrabba
Hann étur saltfiska
Verðum að rannsaka
Svangur og kaldur
2010
Björn Viktorsson - Trommur, Hljóðblöndun (Dauði Sophiu, Angelica), Mastering
Friðrik Snær Friðriksson - Melódikka, Harmonikka, Hönnun umslags
Brynhildur aka (Bryn C) - Söngur
Helgi Egilsson - Bassi
Björgvin Benedikson - Hljóðblöndun M&M
Husky Höskulds - Hljóðblöndun 3-4 ár
Darri Gunnarsson - Teksti í Dauði Sophiu
---- 1 Dauði Sophiu ----
Ég þarf víst að létta á mér
Leyndarmál hlustið á
Hafði engan annan elskað
Engan annan þráð
Ef gærnóttin skilin er frá
Ár eftir ár eftir ár …
Og á endanum brást
Mín flekklausa ást
Fram að þessu kvöldi
Engan anna þráð
Einhverjum punkti var náð
Hvað var ég að spá
---- 2 M&M ----
Ást í borg
bar á torg M&M á eilífu
Ég elska þig
Ástin heit
á þau leit
M&M á eilífu
Ég elska þig
Ástin brann
og bálið fann
M&M á eilífu
Ég elska þig
---- 3 Angelica ----
Instrumental
---- 4 3 til 4 ár ----
Verðskuldaði þá
Er fórstu mér frá
Verða ennþá sár
Eftir 3 til 4 ár.
Hefði ávallt elskað þig
mmmmmm
Þykir frekar leitt
Meinti ekki neitt
Verða þerruð tár
Eftir 3 til 4 ár.
Kveðjur að handan
2006
Flóki Árnasson - Bassi
Brynhildur aka (Bryn C) - Söngur
Nicolas Liebing - Hljóðblöndun, upptökur
Björn Viktorsson - Hljóðblöndun, trommur
Friðrik Snær Friðriksson - Harmonikka, hönnun umslags
Darri Gunnarsson - Teksti í Vökul augu og Taktu mína hönd
Gísli Árnasson - Teksti í Ég hér og Kvaðjur að handan
---- 1 Vökul augu ----
Vökul augu mín leita undan skyggðu gleri
Finn hann hroll kaldan liggja flatan niður í fjöru
Hann býður mér heim
Hvort við sváfum saman undir morgun læddist burtu
Aldrei sá hann framar aftur allt í lagi
Hann var einn af þeim
---- 1 Ég hér ----
Ég hér
Þú þar
Sit við borð
Fá orð
Geng um gólf
Talhólf
Ég hér
Þú þar
Ekkert svar
Gítar
Ég hér
Þú þar
Bílfar
Þú á bar
Ég hér
Þú þar
Geng um gólf
Talhólf
---- 2 Taktu mína hönd ----
Taktu mína hönd
Togaðu mig nær
Reyndu að gleyma því
Sem við rifumst um í gær
Findu hversu heit
og hörunds mjúk ég er
Funheit ég dansa í faðminum á þér
Taktu mína hönd
Snúðu mér í hring
Kanski um draumalaönd
ég dansa þá og syng
Ég er ekki viss
skil ég þetta rétt
er ástandinu
af um stundarsakir létt
Taktu mína hönd
hvíslaðu að mér
þessu fáu orðum
sem hvíla í huga þér
Kanski verður þá
lífið aldri leitt
léttara er að tala
en að segja aldrei neitt
---- 4 Kveðjur að handan ----
Í sjó
Í sjó
En ég vil fyrst ég dó
Kveðja þig
Kveðjur að handan
Í sjó
Í sjó
En ég vil fyrst ég dó
Kveðja þig
Kveðjur að handan